Ævibraut vor endar senn
1. Ævibraut vor endar senn, er vér hljótum sjá,
allir Drottins munu menn mætast heima þá.
Ef ei dauðinn undan fer, ástkær frelsarinn
kemur senn og burt oss ber beint í himininn.
Kór: Ó, er okkar vinir, allir mætast þar,
ganga´ á geislafögrum grundum eilífðar,
lofa Guð og lambið, lífið sem oss gaf.
Sorgin dvín. Sólin skín. Sjá Guðs náðarhaf.
2. Margir, er vér unnum heitt, undan fóru heim,
hafa stríð til lykta leitt, ljúft vér fögnum þeim.
Þar er sérhvert þerrað af þeirra sorgartár.
Arf á himnum Guð þeim gaf, gleðjast allra brár.
3. Varðveit klæðin helg og hrein herrans blóði í,
svo þér ekkert mæti mein myrkursins á ný.
Lúður Drottins hljómar hátt, hver er viðbúinn?
Jesús kemur, kemur brátt. Kom þú, Drottinn minn!
Inetz Andersson - Sigríður Halldórsdóttir.
allir Drottins munu menn mætast heima þá.
Ef ei dauðinn undan fer, ástkær frelsarinn
kemur senn og burt oss ber beint í himininn.
Kór: Ó, er okkar vinir, allir mætast þar,
ganga´ á geislafögrum grundum eilífðar,
lofa Guð og lambið, lífið sem oss gaf.
Sorgin dvín. Sólin skín. Sjá Guðs náðarhaf.
2. Margir, er vér unnum heitt, undan fóru heim,
hafa stríð til lykta leitt, ljúft vér fögnum þeim.
Þar er sérhvert þerrað af þeirra sorgartár.
Arf á himnum Guð þeim gaf, gleðjast allra brár.
3. Varðveit klæðin helg og hrein herrans blóði í,
svo þér ekkert mæti mein myrkursins á ný.
Lúður Drottins hljómar hátt, hver er viðbúinn?
Jesús kemur, kemur brátt. Kom þú, Drottinn minn!
Inetz Andersson - Sigríður Halldórsdóttir.