Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Sjálfboðaliðar

Við erum smíð Guðs, sköpuð í Kristi Jesú til góðra verka sem hann hefur áður fyrirbúið
til þess að við skyldum leggja stund á þau. 

Efesusbréfið 2:10

Starfið í Fíladelfíu er afar fjölbreytt og hefur allt það markmið að byggja upp og blessa fólk.
Við erum öll ólík og höfum ólíkar gjafir og hæfileika, von kirkjunnar er að allir finni gjöfum sínum farveg. Þegar kirkjan blómstrar í fjölbreytni sinni vinnur hún best að markmiðum sínum, að sem flestir fái að kynnast Jesú Kristi og að við öll döfnum og eflumst á allan hátt.
Í Fíladelfíu eru allir meðlimir hvattir til að finna sér þjónustu það er gefandi að þjóna og það er  hluti af því að vera kristinn maður, að gefa frá sér en ekki bara þiggja.

Þjónustann er bara einn þáttur í kirkjustarfinu, kirkjan leggur áherslu á fjölskylduna og heilbrigð sambönd, þess vegna er mikilvægt að taka frá tíma til að sinna samböndum og fjölskyldu.

Allir ættu að geta fundið einhverja þjónustu og þegar allir hjálpast að virkar kirkjan eins og vel stillt vél.

Vilt þú þjóna?

Hvernig væri að nota hæfileika þína til góðs

Kirkjan samanstendur af allskonar
ólíku fólki semhefur ólíka hæfileika. Þegar ólíkt fólk leggur til ólíkahæfileika þá gerast ótrúlegir hlutir.  Ã Fíladelfíu eru hundruðir sjálfboðaliða sem allir leggja sitt af mörkum - vertu með!