Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Að gefa

Þar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera. 

- Matteus 6:21

Leiðir til að gefa

Gefðu á netinu

Kennitala: 5401693739

Gjafir: 338-26-500

Tíund: 338-26-400

Fyrir þá sem minna mega sín: 338 - 26 - 3739.

@filadelfia

Gefðu í kirkjunni

Á flestum samkomum eru tekin samskot. Þetta er gert til að byggja upp og efla starf  kirkjunnar sem fyrst og fremst er starfrækt fyrir gjafafé.
Þar er hægt gefa peninga í þar til gerða söfnunarbauka eða renna korti í gegnum posa. Að sjálfsögðu er öllum frjálst að gefa eða sleppa því.
Stundum er safnað sérstaklega fyrir ákveðnu málefni og þá er það tekið sérstaklega fram.
Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara. 2. Kor 7.9

Af hverju gefum við?

Guð er örlátur og  hann vill að við séum það líka.  Það sem við gerum við það sem okkur hefur verið gefið sýnir hvar hjarta okkar er og hjálpar við að boða góðu fréttirnar. 

Meðhöndlun fjármuna

Hvernig er farið með fjármuni sem berast Fíladelfíu

Talning
Gjafafé er ávalt talið af a.m.k. tveimur traustum aðilum strax eftir samskot. Upphæðin er skrifuð á þar til gert blað sem undirritað er af báðum.  Eftir það eru fjármunir settir í innsiglaðan poka og þaðan í læstan skáp. Á virkum degi tekur gjaldkeri fjármunina svo í bankann. Talning bankans er að lokum borin saman við talninguna í uppafi .
Gjaldkeri
Gjaldkeri er valinn af stjórn kirkjunnar. Gjaldkeri hefur það hlutverk að greiða reikninga og halda skipulega utan um bókhald kirkjunnar og koma því til endurskoðunarstofu sem stillir upp bókhaldi kirkjunnar.  
Endurskoðun
Fíladelfía ræður utanaðkomandi endurskoðunarfyrirtæki til þess að vinna bókhald kirkjunnar.  Síðan árið 2015 hefur endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young ehf. í Reykjavík starfað fyrir Fíladelfíu. 
Rekstrarráð
Rekstrarráð hefur eftirlit með daglegum rekstri safnaðarins og heyrir undir stjórn safnaðarins. Rekstrarráð skal hafa ótakmarkaðan aðgang að öllum bókhalds- og rekstrargögnum safnaðarins. Rekstrarráð gerir m.a. fjárhagsáætlun kirkjunnar, gefur umsögn um möguleg fjárútlát og heldur utan um launamál. Rekstrarráð ber ábyrgð á gerð ársreiknings fyrir liðið rekstrarár sem jafnframt skal endurskoðaður af endurskoðanda eða skoðunarmönnum.