Hvítasunnukirkjan Fíladelfía
Í Fíladelfíu hafa verið haldin EHS (Emotionally Healthy Spirituality) námskeið undanfarin ár.

Á EHS námskeiðinu (tilfinningalega heilbrigt andlegt líf) eru þátttakendur hvattir til að snúa frá yfirborðskenndu andlegu lífi sem skortir dýpt. Efni námskeiðsins hjálpar fólki að opna sig fyrir Guði og eignast dýpra samfélag við hann.  

EHR (Emotionally Healthy Relationships) námskeiðið er framhald af EHS námskeiðinu.
 
EHR námskeiðið (tilfinningalega heilbrigð sambönd) byggir á kjarnagildum Biblíunnar og leggur grunn að heilbrigðum samskiptum. Á námskeiðinu er farið yfir hagnýt atriði í samskiptafærni sem leiða til kærleiksríkari og dýpri sambanda við aðra. Sem dæmi má nefna:

  • Að hætta hugsanalestri og tala skýrt um væntingar
  • Virk hlustun
  • Hreinskilni og heiðarleiki í ágreiningi

Það er ekki hægt að aðskilja það að elska Guð og elska annað fólk og því er einnig lögð áhersla á að hver og einn vaxi í samfélaginu við Jesú með því að eiga daglegar kyrrðarstundir með honum í bæn og lestri orðsins.


Upplýsingar í síma 535 4700 eða með tölvupósti á filadelfia@filadelfia.is


ATH. ekki hefur verið ákveðið hvenær næstu námskeið verða haldin.



Emotionally Healthy Relationship