Samfélags
"Járn brýnir járn, og maður brýnir mann"
Orðskviðirnir 27:17
Förum af stað aftur með samfélagshópa kirkjunnar um miðjan janúar 2023.
Hvað eru samfélagshópar?
Samfélagshópur er í raun minnsta birtingarmynd kirkjunnar.
Hóparnir eru litlir, aldrei fleiri en 12 í hóp, og hittast flestir í heimahúsum.
Markmið hópanna er að mynda gott samfélag fólks sem er að byggjast upp í trú saman.
Smæð hópanna gefur rými fyrir persónulegra andrúmsloft og oft myndast mikil og góð vinátta í hópnum.
Að vera í góðum heimahóp er mikil blessun.
Samfélagshópar eru nokkuð óformlegir og vinátta og tengsl eru stór þáttur í tilgangi hópanna. Þeirra hlutverk er fyrst og fremst að vera uppbyggilegt og gefandi samfélag fólks sem sameinast um trú á Jesú Krist.
Á þessari vorönn lesum við saman Markúsarguðspjall þar sem við leggjum áherslu á Jesú og hvernig hann mætir okkur.
Hægt er að óska eftir því að komast í samfélagshóp með því að hringja á skrifstofu Fíladelfíu í síma: 5354700 eða með því að senda ósk um skráningu hér að neðan.