Ung fullorðnir

Fíló + er starf fyrir ungt fólk á mennta- og háskólaaldri.
Starfið byggist upp á eftirfarandi þáttum:

Miðvikudagshittingar
Hist er í kaffisalnum á miðhæðinni 2. og 4. miðvikudag hvers mánaðar klukkan 20:00.
Á þessum fundum er farið í ýmiskonar áhugaverð viðfangsefni sem snerta ungt fólk. Lögð er áhersla á að byggja góðan grunn að framtíðinni, uppgötva og efla gjafir og hæfileika þátttakenda. Eftir hverja stund er yfirleitt eitthvað áhugavert gert t.d. borðað saman, farið í bíó, spilað, farið á ísrúnt os.frv.

Lofgjörðarkvöld
Öll sunnudagskvöld klukkan 20:00 eru lofgjörðarkvöld í hliðarsal kirkjunnar.
Kvöldið er í umsjón Fíló+ ogdagskráin er sett upp með ungfullorðna í huga en allir eru velkomnir.

Samfélagshópar
Nokkrir samfélagshópar eru starfandi í Fíló+. Samfélagshópar eru yfirleitt ekki fjölmennari en 12. Hóparnir hittast oftast í heimahúsum og algengt er að þeir hittist aðra hverja viku.  Hóparnir bjóða upp á kjörið tækifæri
til að kynnast betur, spyrja spurninga, biðja saman o.s.frv.  Flestir hóparnir hafa eitthvað markmið sem þeir vinna að t.d. í sambandi við hjálparstarf, trúboð o.s.frv.

Kósýmót
Fyrstu helgina í febrúar ár hvert er haldið svokallað Kósýmót. Mótið fer fram í Kirkjulækjarkoti í Fljósthlíð en það er mótsaður í eigu Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi. Mótið er eins og nafnið gefur til kynna mjög kósý og hefur það verið mjög vinsælt ár eftir ár.

Lofgjörðarkvöld
Miðvikudagshittingur

Leiðtogi Fíló+

Linda Sif Magnúsdóttir

Linda hefur starfað með ungmennum í nokkur ár.  Fyrst í unglingastarfi Fíladelfíu en nú
með ung fullorðnum. Linda vinnur á leikskóla samhliða því sem hún stundar nám í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands.

Instagram Fíló+