Ég get því aldrei
1. Ég get því aldrei, aldrei gleymt
ó, elsku Jesús minn,
Er dreyrasvitinn draup af þér,
sem dögg í grasgarðinn.
Kór: :,: Ég get ei gleymt :,:
Ég gleymi aldrei því,
er dreyrasvitinn draup af þér
sem döggfall garðinn í.
2. Ég gekk til þín í grasgarðinn,
á grund í bæn ég kraup.
Ég sá þá mína synd og neyð
er svitinn af þér draup.
3. Ó, elsku Jesús, ást mín heit
ef á þér kólnar hér,
ég geng til þín í grasgarðinn
og græt sem barn hjá þér.
Albert Johanson - Sigurbjörn Sveinsson
ó, elsku Jesús minn,
Er dreyrasvitinn draup af þér,
sem dögg í grasgarðinn.
Kór: :,: Ég get ei gleymt :,:
Ég gleymi aldrei því,
er dreyrasvitinn draup af þér
sem döggfall garðinn í.
2. Ég gekk til þín í grasgarðinn,
á grund í bæn ég kraup.
Ég sá þá mína synd og neyð
er svitinn af þér draup.
3. Ó, elsku Jesús, ást mín heit
ef á þér kólnar hér,
ég geng til þín í grasgarðinn
og græt sem barn hjá þér.
Albert Johanson - Sigurbjörn Sveinsson