Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég heyrði rödd

1. Ég heyrði rödd, er viðkvæmt við mig sagði:
,,Ó, veist þú, barn, hvað leið ég fyrir þig?
:,: Á mig þín vegna kröm og kvöl ég lagði.
Ó, kom, mitt barn, ó, heyr, ég elska þig”:,:

2 Kórónu var ég krýndur hér í heimi.
Þá krýning ég af manna höndum fékk.
:,: Þar glóðu ei stjörnur, gull né eðalsteinar,
nei, gaddur margur hvass í enni gekk. :,:

3. Ég var á kross af grimmd með göddum negldur
á Golgata, hvar dó ég fyrir þig.
:,: Ó, sjá, þú barn, í báðar mínar hendur
ert blóði rist, ó, kom, ég elska þig! :,:

4. Hallelúja! nú hljómar mér í anda,
ég hefi kastað mér í arma hans.
:,: Hann ber mig yfir alla neyð á jörðu,
já, alla leið til himins fagra lands. :,:

Höfundur óþekktur  - Jónas S. Jakobsson.

Hljóðdæmi