Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ég hugsa um heimkynnið

1. Ég hugsa um heimkynnið bjarta,
þar handan við jarðneskan glaum.
Hvar brúði Krists byrjar að skarta,
við brjóst hans nær lífsvatnsins straum.

Kór: Sál mín blóðkeypt, já,
helguð við Guðs lambsins heilaga blóð.
Sál mín blóðkeypt,
nú lifir við lífsvatnsins flóð.

2. Mig ginnir ei gullsjóða forðinn
og glysið ei blekkir mér sýn.
Ég himinsins erfingi er orðinn
og eilífðarperlan er mín.

3. Þá varir minnst vængir mig taka
á veginn í himininn inn,
því helsin ei halda til baka,
þau hrukku, er Jesús varð minn!

4. Ég bíð, uns að brúðguminn kallar
og býr mér um himininn stig.
Og tala við einn, sem við alla
um ást hans, sem dó fyrir mig.

Höfundur óþekktur – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi