Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Eitt sinn í myrkri

1. Eitt sinn í myrkri ég lamaður lá,
lífið var snautt og kalt,
en þá mig Jesús í algæsku sá,
dýrðlega Golgata!

Kór: :,: Dýrðlega Golgata, :,:
þar friðþæging veittist, er forhengið brast.
Dýrðlega Golgata!

2. Nú er ég leystur frá lastanna girnd,
lifi í Jesú náð.
Blóðið hans hreinsar af sérhverri synd.
Dýrðlega Golgata!

3. Kom þú með hjarta þitt sorgmætt og sært,
son Guðs þig kallar nú.
Á blóðdrifnu krosstré var frelsið oss fært.
Dýrðlega Golgata!

4. Kom þú nú, sála, af syndinni þreytt,
sekt þín er grædd og kvitt.
Í frelsarans blóði er borgunin veitt.
Dýrðlega Golgata!

Kór: Kom nú til Golgata,
Krjúp nú við Golgata,
Þá fyllist þitt hjarta af fagnaðaróm.
Flýt þér til Golgata!

Höfundur óþekktur - Konráð Þorsteinsson.

Hljóðdæmi