Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Englarnir vilja

1. Englarnir vilja, undur þau skilja,
frelsið er meira´ en þeir fái það greint.
Djúp er sú gáta, Drottinn, úr máta,
opinbert er það, sem áður var leynt.

Kór: Ó, það er undursamt
elska Guðs nær ei skammt,
ekkert hann gerir aðeins til hálfs.
Dýrð Guðs, sem dýrsta ber,
dagurinn kominn er,
sektin er goldin og sálin er frjáls.

2. Goldin er syndin, Golgata lindin
sýknunar eini sáttmálinn var.
Frelsisins straumar, fagrir sem draumar
berast frá Guði, sem bænanna svar.

3. Olían rennur, eldurinn brennur
hlýðninnar gullna altari á.
Kærleikans glóðir kalla fram þjóðir,
heimsfjötur syndanna hrekkur sem strá.

4. Allt Guði lýtur, andi hans brýtur
sálir úr dróma og sigrandi fer.
Kristur er stunginn, kletturinn sprunginn,
fyrir þig, vinur, allt fullkomnað er!

Werner Skibsted – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi