Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Frá lambsins hástól

1. Frá lambsins hástól lífsins straumur rennur,
sem löngu áður glöggt var fyrir sagt.
Í hjörtum allra helgur eldur brennur,
er hafa sig á altari Guðs lagt.
Það réttlætisins rétti Guðs er eldur,
sem ranglæti og synd er yfir felldur.
Gegn eldi þeim ei örvar Satans voga,
sá eldur þarf í brjósti hvers að loga.

2. Nú seinna regnsins sönnu skúrir falla,
og Saronsliljum klæðist eyðimörk.
Til vaxtar, þroska vekur lífið alla,
og vorsins knúppar sprengja harðan börk.
Ó, þið, sem eruð þyrstir, komið – sjáið
að þorstanum hér best þið svalað fáið.
Ó, herra Jesús helgar skúrir láttu
af himni falla niður - valdið áttu!

3. Sjá, hreinn og ferskur helgidómsins straumur
frá hásætinu streymir æ og sí.
Það sé vor trú og sannreynd - ekki draumur
að sérhver þurfi fyllast lífi því:
Já, skírast anda, skírast helgum eldi
og skrýðast albrynjuðum trúarfeldi,
svo öll að Guðs börn öðlist fullan sigur,
og orð Guðs sé þeim réttur brautarstigur.

4. Heyr! máttkur stormgnýr musteri Guðs fyllir,
á menn og konur eldsins tungum slær.
Á alla þá Guð innsiglinu stillir,
þeir eiga lýsa bjart, sem geisli skær.
Hér veður andans verða láttu í salnum
og vek til lífs hin þurru bein í dalnum.
Send andans þyt, Guð, yfir þína hjörðu
og orðsins dyrum ljúk upp hér á jörðu.

Werner Skibsted – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi