Fyrir handan hafið
1. Fyrir handan hafið ljómar
himinfögur dýrðarströnd,
þangað koma allir þeir, sem elska Krist.
Innan stundar upp þeir svífa
inn í morgunroðans lönd,
syngja Drottni lof í ljóssins himnavist.
Kór: :,: Hann með englaskara sínum kemur senn.:,:
Burt með synd og tímans tál,
tendra lampa þinn, mín sál,
því þinn herra og kóngur kemur senn.
2. Hann í skýjum himins kemur
hingað senn á vora jörð,
allt oss bendir á, að Jesús komi brátt.
Vér í heiðum himinljóma
honum syngjum þakkargjörð,
tökum undir gleðisöng og hörpuslátt!
3. Vér í mildum morgunroða
munum líta frelsarann,
heilög ritning boðar konungskomu hans!
Hann með björtu sverði sigrar
sjálfan myrkrahöfðingjann,
eins og sól hann ljómar, krýndur sigurkrans!
4. Þá oss hrellir hugarkvíði,
hér í þessum skuggadal,
vér í trúnni lyftum hug og sál til hans.
Innan stundar oss hann leiðir
inn í fagran dýrðarsal,
þar oss vermir heilög vorsól kærleikans.
John Ongman – þýðandi óþekktur
himinfögur dýrðarströnd,
þangað koma allir þeir, sem elska Krist.
Innan stundar upp þeir svífa
inn í morgunroðans lönd,
syngja Drottni lof í ljóssins himnavist.
Kór: :,: Hann með englaskara sínum kemur senn.:,:
Burt með synd og tímans tál,
tendra lampa þinn, mín sál,
því þinn herra og kóngur kemur senn.
2. Hann í skýjum himins kemur
hingað senn á vora jörð,
allt oss bendir á, að Jesús komi brátt.
Vér í heiðum himinljóma
honum syngjum þakkargjörð,
tökum undir gleðisöng og hörpuslátt!
3. Vér í mildum morgunroða
munum líta frelsarann,
heilög ritning boðar konungskomu hans!
Hann með björtu sverði sigrar
sjálfan myrkrahöfðingjann,
eins og sól hann ljómar, krýndur sigurkrans!
4. Þá oss hrellir hugarkvíði,
hér í þessum skuggadal,
vér í trúnni lyftum hug og sál til hans.
Innan stundar oss hann leiðir
inn í fagran dýrðarsal,
þar oss vermir heilög vorsól kærleikans.
John Ongman – þýðandi óþekktur