Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Gegnum hliðið á borginni

1. Gegn um hliðið á borginni braut hans lá,
hann bar sinn kross.
Út til Golgatahæðar með blóðga brá,
hann bar sinn kross.
Eins og lambið til slátrunar leiddur var,
er hann leið, og hann baðst ekki miskunnar.
Hann bar sinn kross.

Kór: Ó, djúp af eilífri undranáð :,: allt fyr' mig :,:
Ó, djúp af eilífri undranáð, allt fyr' mig.

2. Þótt hann vissi þá kvöl sem hans blóðug beið,
hann bar sinn kross.
Hversu bitur var háðung hans, böl og neyð,
hann bar sinn kross.
Ó, hve þungur var krossinn á herðum hans
er hann harmkvælin leið vegna syndarans.
Hann bar sinn kross.

3. Enginn gat honum búið svo beiska kvöl,
hann bar sinn kross.
Hefði' hann ei viljað þola hið bitra böl,
hann bar sinn kross.
En hann viljugur fórnaði sjálfum sér,
þjáðum syndurum himinninn gefinn er.
Hann bar sinn kross.

4. Eigi lengur hann kvalanna byrði ber,
hann bar sinn kross.
Eigi blóðdrifin lengur nú braut hans er,
hann bar sinn kross.
Nú er herranum Jesú í himnadýrð
allur heiður og lofgjörð um eilífð skýrð.
Hann bar sinn kross.

Ada R. Habershon - Sigríður Halldórsdóttir.

Hljóðdæmi