Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Göngum til lausnarans grafar

1. Göngum til lausnarans grafar,
gröfin er opin og tóm.
Guðs sól á grafreitinn stafar
geislum og kyssir hvert blóm.

Kór: Gleðjumst í Drottni!
Drottni ber einum vort hrós.
Dauðinn er flúinn - hvað flýr hann?
Frelsarans upprisu ljós.

2. Upprisugleðin ein getur
grátnum kysst tárin af brá,
eftir hvern vonbrigða vetur,
veitist þeim dýrð Guðs að sjá.

3. Lof sé þér, lausnari blíði,
líf vort og gleði ert þú,
styð þú oss lífsins í stríði,
styrk vora upprisu trú.

Bjarni  Jónsson, kennari.

Hljóðdæmi