Guðs barn deyr sælt
1. Guðs barn deyr sælt, það deyr í Jesú örmum,
frá dánarbeð það fer með englum heim.
Við bylgjur Jórdans bros er því á hvörmum
og borg Guðs sér það ljóss í fögrum geim.
2. Guðs barn deyr sælt, því dauðans broddur sári
við dauða Jesú Krists nú brotinn er.
Hans vald og sigur velti Satans fári,
svo vonglatt barn Krists gegnum dauðann fer.
3. Guðs barn deyr sælt, því birta Guðs og friður
þess baðar sál, er alda dauðans rís.
Það lyftist upp og ljóssins engla kliður
það leiðir hólpið inn í Paradís.
4. Guðs barn deyr sælt, það ekkert alls má saka,
það yfir dauðann lítur himininn.
Og þaðan enginn óskar sér til baka,
því eilíflegi þar er friðurinn.
5. Svo kom þú, dauði, Drottinn þegar býður,
í Drottins nafni er ég tilbúinn.
Er boðskapur Guðs barst mér engilþýður
þá bauð ég Kristi strax í hjartað inn.
T. B. Barratt – Ásmundur Eiríksson
frá dánarbeð það fer með englum heim.
Við bylgjur Jórdans bros er því á hvörmum
og borg Guðs sér það ljóss í fögrum geim.
2. Guðs barn deyr sælt, því dauðans broddur sári
við dauða Jesú Krists nú brotinn er.
Hans vald og sigur velti Satans fári,
svo vonglatt barn Krists gegnum dauðann fer.
3. Guðs barn deyr sælt, því birta Guðs og friður
þess baðar sál, er alda dauðans rís.
Það lyftist upp og ljóssins engla kliður
það leiðir hólpið inn í Paradís.
4. Guðs barn deyr sælt, það ekkert alls má saka,
það yfir dauðann lítur himininn.
Og þaðan enginn óskar sér til baka,
því eilíflegi þar er friðurinn.
5. Svo kom þú, dauði, Drottinn þegar býður,
í Drottins nafni er ég tilbúinn.
Er boðskapur Guðs barst mér engilþýður
þá bauð ég Kristi strax í hjartað inn.
T. B. Barratt – Ásmundur Eiríksson