Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Hafi ég sorgir

1. Hafi ég sorgir, sem huga minn þjá,
hrynji oft tárin um kinnar af brá.
Sólbjartur dagurinn sortnar og dvín,
sólin við krossinn mér óðara skín.

Kór: Hérna við krossinn, hljóður ég bið,
Hérna  við krossinn, öðlast ég frið.
Hvað sem þá mætir og hvað sem við ber:
Hérna  við krossinn, samt óhætt er mér.

2. Hafi ég þrautir, sem heldróma slá
hjartað, svo fallinn við veginn ég lá.
Finn ég, þótt særður sé, friðarins blett
finn, að við krossinn allt verður svo létt.

3. Hræði mig freistinga, hamfara él,
heimti og tæli og búi mér vél.
Sálin þótt hrektist um saurgunar lönd,
samt brýtur krossinn öll helsi og bönd.

4. Hvað sem því mætir og hvað sem við ber:
Hvers vegna kvíða þeim skugga, sem fer?
,,Sjá, ég er með þér”, hann segir, sem má,
sigrandi uni ég krossinum hjá.

Hjalmar Hansen - Oddur Ólafsson

Hljóðdæmi