Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Hve indælt og undursamlegt

1. Hve indælt og undursamlegt,
er einmana göngum vér
þá Guðs börn á heimleið hitta,
það huggun æ gefur mér.
Það er sem Guðs árskin að ofan,
sem ylblær frá himins strönd,
er veitir þeim vegarþreytta
þau vængtök, sem lyfta önd.

2. Ég veit eigi vinskap nokkurn,
ég veit ekkert feðramál,
sem bindur eins hjarta við hjarta
og hnýtir eins sál við sál,
sem þetta: Með öðrum að eiga
Guðs arfinn á himins strönd
og eiga Guð að sem föður,
hvar útlaginn fer um lönd.

3. Sú gleði sem gefst af jörðu,
hún glepur ei börn Guðs meir,
því undir yfirborðs ljóma
er aðeins hismi og leir.
En bjóðist mér barn Guðs að hitta
það blíðasta unað ljær.
Þá gefast guðlegar stundir,
sem geisli himinninn skær.

4. Þá sigruð er síðust þrautin,
í sælu við mætumst öll.
Og eftir það aldrei skiljum,
um eilífð þá hrein, sem mjöll.
Með útvöldum englaskörum
í einingu lifum vér
og umgöngumst alltaf Jesúm.
Hve eilífðin fögur er!

Kirsten Hansen – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi