Í gegnum grátin lönd
1. Í gegnum grátin lönd ég geng með staf í hönd,
sem útlendingur er ég hér um tíð.
Ef þyngir sorgin sár ég sé í gegnum tár
á himnum bíða helgan Drottins lýð.
Kór: Syng ættlands söng, syng dægrin löng.
Sönginn ég elska heitt, sigrast lífs þröng.
Syng um þann hvíta her, sem heim nú kominn er.
Syng enn á ný ættlandsins söng.
2. Hvað ekkert auga sá né eyra heyra má
það hljóta þeir, sem helga Kristi líf.
Hvað engan um gat dreymt í eilífð verður heimt
af börnum Drottins bak við deyð og kíf.
3. Með Guði geng ég hér, mér gefin trúin er,
ég óttast ei, mér ekkert mein fær gert.
Á þokuþrungri strönd ég þekki Jesú hönd.
Oft blítt hann hvíslar: Brátt þú heima ert.
Herbert Brander - Ásmundur Eiríksson
sem útlendingur er ég hér um tíð.
Ef þyngir sorgin sár ég sé í gegnum tár
á himnum bíða helgan Drottins lýð.
Kór: Syng ættlands söng, syng dægrin löng.
Sönginn ég elska heitt, sigrast lífs þröng.
Syng um þann hvíta her, sem heim nú kominn er.
Syng enn á ný ættlandsins söng.
2. Hvað ekkert auga sá né eyra heyra má
það hljóta þeir, sem helga Kristi líf.
Hvað engan um gat dreymt í eilífð verður heimt
af börnum Drottins bak við deyð og kíf.
3. Með Guði geng ég hér, mér gefin trúin er,
ég óttast ei, mér ekkert mein fær gert.
Á þokuþrungri strönd ég þekki Jesú hönd.
Oft blítt hann hvíslar: Brátt þú heima ert.
Herbert Brander - Ásmundur Eiríksson