Jesús hann kemur
1. Jesús hann kemur, hann kemur brátt,
ó, ef hann kæmi' í dag!
Kemur að stjórna með kærleiksmátt,
ó, ef hann kæmi´ í dag!
Heilögum skrúða skrýddir þá
skulu hans vinir himnum á,
alsælir Jesú auglit sjá.
Ó, ef hann kæmi´ í dag!.
Kór: Dýrð og heiður Drottni, vér syngjum þá,
dýrðleg gleði ljómar af hverri brá.
Hljómi, hljómi hærra vort gleðilag.
Dýrð sé Guði! Ó, að hann kæmi´ í dag!
2. Myrkranna veldi mun þrjóta þá.
Ó, að hann kæmi´ í dag!
Harmþrungið andvarp ei heyrast má.
Ó, að hann kæmi´ í dag!
Elskendur Guðs á einni stund
upprísa þá af dauðans blund,
flýta sér allir á hans fund.
Ó, að hann kæmi´ í dag!
3. Ætli hann fyndi oss alla nú,
ef að hann kæmi´ í dag,
vakandi, glaða í von og trú,
ef að hann kæmi´ í dag?
Lamandi næturdimman dvín,
dýrðlegur morgunbjarmi skín.
Opnaðu, sál mín, augu þín.
Ó, ef hann kæmi´ í dag!
C. H. Morris – Sigurbjörn Sveinsson
ó, ef hann kæmi' í dag!
Kemur að stjórna með kærleiksmátt,
ó, ef hann kæmi´ í dag!
Heilögum skrúða skrýddir þá
skulu hans vinir himnum á,
alsælir Jesú auglit sjá.
Ó, ef hann kæmi´ í dag!.
Kór: Dýrð og heiður Drottni, vér syngjum þá,
dýrðleg gleði ljómar af hverri brá.
Hljómi, hljómi hærra vort gleðilag.
Dýrð sé Guði! Ó, að hann kæmi´ í dag!
2. Myrkranna veldi mun þrjóta þá.
Ó, að hann kæmi´ í dag!
Harmþrungið andvarp ei heyrast má.
Ó, að hann kæmi´ í dag!
Elskendur Guðs á einni stund
upprísa þá af dauðans blund,
flýta sér allir á hans fund.
Ó, að hann kæmi´ í dag!
3. Ætli hann fyndi oss alla nú,
ef að hann kæmi´ í dag,
vakandi, glaða í von og trú,
ef að hann kæmi´ í dag?
Lamandi næturdimman dvín,
dýrðlegur morgunbjarmi skín.
Opnaðu, sál mín, augu þín.
Ó, ef hann kæmi´ í dag!
C. H. Morris – Sigurbjörn Sveinsson