Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Jesús lét sitt líf

1. Jesús lét sitt líf á jörð,
leysti mína sál frá deyð.
Þér ég færi þakkargjörð,
þú mér hjálpar best í neyð.

Kór: Silfur og gull fékk ei sefað mitt böl,
sál mína' að frelsa hann þoldi beiska kvöl.
Fyrir Jesú blóð, sem flaut á Golgata,
frelsuð önd mín syngur: Hallelúja!

2. Til að leysa lýð frá synd
lambið Guðs á krossi hékk.
Horfum á hans helgu mynd,
hann í dauðann saklaus gekk.

3. Herrann Jesús hékk á kross,
himnadýrð hann yfirgaf,
greiðan veg hann opnar oss
inn í Drottins náðarhaf.

4. Hvílík elska! Hvílík náð!
heimsins syndir Jesús bar,
breiddi yfir lög og láð
ljómaveldi eilífðar.

C. Austin Miles – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi