Jesús, þér ég fús vil fylgja
1. Jesús, þér ég fús vil fylgja,
fylgja þér í lífi´ og deyð.
Hvort sem myrkur yfir æðir,
eða ljómar sólin heið.
Í þín helgu, fögru fótspor
feta ég í gleði´ og sorg.
Þegar leiðin er á enda,
inn ég geng í ljóssins borg.
2. Vísa mér á veginn rétta,
vanda öllum hrind frá mér.
Lát ei kvíða eða efa
aftra mér að fylgja þér.
Sjálfur leið ég síst get valið,
sé ég varla handaskil.
Eins og barn í undirgefni
aðeins þér ég fylgja vil.
3. Ger mig frjálsan, góði Jesús,
glaður svo ég fylgi þér.
Þig að elska, þér að þjóna
þrá míns anda heitust er.
Styð mig, leið mig, ljúfi Jesús,
leys hvern hlekk af minni önd.
Leið mig heim í himinsælu,
heim að ljóssins björtu strönd.
4. Þér ég helga hug og vilja,
hjarta mitt og allt mitt líf.
Þegar böl og þraut mig særir,
þú mér veitir kraft og hlíf.
Senn í björtum himinhæðum,
herra, þig ég fæ að sjá.
Önd mín við þitt ástarhjarta
eilíflega dvelur þá.
Lína Sandell – Sigurbjörn Sveinsson
fylgja þér í lífi´ og deyð.
Hvort sem myrkur yfir æðir,
eða ljómar sólin heið.
Í þín helgu, fögru fótspor
feta ég í gleði´ og sorg.
Þegar leiðin er á enda,
inn ég geng í ljóssins borg.
2. Vísa mér á veginn rétta,
vanda öllum hrind frá mér.
Lát ei kvíða eða efa
aftra mér að fylgja þér.
Sjálfur leið ég síst get valið,
sé ég varla handaskil.
Eins og barn í undirgefni
aðeins þér ég fylgja vil.
3. Ger mig frjálsan, góði Jesús,
glaður svo ég fylgi þér.
Þig að elska, þér að þjóna
þrá míns anda heitust er.
Styð mig, leið mig, ljúfi Jesús,
leys hvern hlekk af minni önd.
Leið mig heim í himinsælu,
heim að ljóssins björtu strönd.
4. Þér ég helga hug og vilja,
hjarta mitt og allt mitt líf.
Þegar böl og þraut mig særir,
þú mér veitir kraft og hlíf.
Senn í björtum himinhæðum,
herra, þig ég fæ að sjá.
Önd mín við þitt ástarhjarta
eilíflega dvelur þá.
Lína Sandell – Sigurbjörn Sveinsson