Jóhannes var við Jórdan
1. Jóhannes var við Jórdan,
er Jesús kom til hans,
og bað hann brátt sig skíra,
að boði skaparans.
Jóhannes Jesú svarar:
Og játning hans er brýn
,,Ég þarf af þér að skírast,
og þú kemur til mín”.
2. Þá mælti mildur Jesús,
þú mína gerir bón,
því réttlætið skal ráða
í raun og eins í sjón.
Svo stíga þeir í strauminn,
sú stund var heilög þeim.
Er upp þeir aftur stíga
kom orð frá dýrðar heim:
3. ,,Sjá, minn þar ástar eina,
Guðs einka son, er mun
um alla eilífð eiga
Guðs ást og velþóknun.“
Hve fagurt fyrirdæmi
við finnum hér til sanns
að gera Guðs síns vilja.
Og ganga í fótspor hans.
4. Víst hlýðnin hjartað blessar
og helgan gefur frið,
og allir eiga að skírast,
sem elska réttlætið.
Það konungs blessað boðorð
slær birtu á mannsins veg,
og hverjum þeim, er hlýðnast
gefst helgun guðdómleg.
Ásmundur Eiríksson
er Jesús kom til hans,
og bað hann brátt sig skíra,
að boði skaparans.
Jóhannes Jesú svarar:
Og játning hans er brýn
,,Ég þarf af þér að skírast,
og þú kemur til mín”.
2. Þá mælti mildur Jesús,
þú mína gerir bón,
því réttlætið skal ráða
í raun og eins í sjón.
Svo stíga þeir í strauminn,
sú stund var heilög þeim.
Er upp þeir aftur stíga
kom orð frá dýrðar heim:
3. ,,Sjá, minn þar ástar eina,
Guðs einka son, er mun
um alla eilífð eiga
Guðs ást og velþóknun.“
Hve fagurt fyrirdæmi
við finnum hér til sanns
að gera Guðs síns vilja.
Og ganga í fótspor hans.
4. Víst hlýðnin hjartað blessar
og helgan gefur frið,
og allir eiga að skírast,
sem elska réttlætið.
Það konungs blessað boðorð
slær birtu á mannsins veg,
og hverjum þeim, er hlýðnast
gefst helgun guðdómleg.
Ásmundur Eiríksson