Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Lát hljóma um haf og storð

1. Lát hljóma´ um haf og storð
Guðs heilagt náðarorð,
sem veitir líkn og lið
og ljós og náð og frið.
Syng Drottni dýrðaróð,
syng dvalann burt úr þjóð.
Guðs andi kominn er.

Kór: :,: Sjá huggarinn er hér :,:
Guðs andi sendur er í álfu hverja hér.
Lát hljóma´ um haf og storð
Guðs heilagt náðarorð.
Sjá huggarinn er hér.

2. Hin langa nóttin leið,
nú ljómar sólin heið.
Nú hlýnar hugur minn,
ég heyri boðskapinn.
Um hann, sem hékk á kross
og hefir frelsað oss.
Sjá huggarinn er hér.

3. Sjá, allt fullkomnað er,
Guðs andi túlkar hér
Guðs eilíft ástarorð
um alla vora storð.
Hve dýrðleg er Guðs ást,
sem aldrei neinum brást.
Guðs andi kominn er.

4. Sá eldur kveiktur er,
sem aldrei slokknar hér.
Guðs hjörð á himni´ og jörð,
syng honum þakkargjörð.
Þau heilög hrífi ljóð
hvert hjarta, land og þjóð.
Sjá huggarinn er hér.

F. Bottome – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi