Niðri í dalnum
1. Niðri í dalnum hjá blikandi blómum
blíðasta vininn þar ganga ég sé:
Jesús, minn frelsari, jafn þér er enginn.
Jörðin þar angar, sem fótur þinn sté.
Kór: Þökk sé þér, Jesús minn,
þú gafst mér líf og von,
þökk að þú elskar mig,
Jesús, Guðs son.
2. Þökk fyrir, Jesús, ó, það er svo dýrðlegt
þetta, að vera nú orðinn þitt barn.
Í anda skoða ég auglit þitt blíða,
þú ert svo góður og miskunnargjarn.
3. Leiðir þú barn þitt um ljómandi staði
liljur hvar anga og hunang er nóg.
Dagur þá hitnar í dalnum þar hjá þér
drekk ég af læknum og hvílist í ró.
4. Blíðari er rödd þín en blíðrómur engla
blessunar nýtur þín útvalda hjörð.
Mildara er bros þitt en morgunsins roði
með þér að lifa er himinn á jörð.
A. B. Simpson. – Ásmundur Eiríksson
blíðasta vininn þar ganga ég sé:
Jesús, minn frelsari, jafn þér er enginn.
Jörðin þar angar, sem fótur þinn sté.
Kór: Þökk sé þér, Jesús minn,
þú gafst mér líf og von,
þökk að þú elskar mig,
Jesús, Guðs son.
2. Þökk fyrir, Jesús, ó, það er svo dýrðlegt
þetta, að vera nú orðinn þitt barn.
Í anda skoða ég auglit þitt blíða,
þú ert svo góður og miskunnargjarn.
3. Leiðir þú barn þitt um ljómandi staði
liljur hvar anga og hunang er nóg.
Dagur þá hitnar í dalnum þar hjá þér
drekk ég af læknum og hvílist í ró.
4. Blíðari er rödd þín en blíðrómur engla
blessunar nýtur þín útvalda hjörð.
Mildara er bros þitt en morgunsins roði
með þér að lifa er himinn á jörð.
A. B. Simpson. – Ásmundur Eiríksson