Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Niður við krossinn

1. Niður við krossinn ég kraup og fann
Krist, sem að dó fyrir sekan mann,
skuld mína´ að borga hans blóð þar rann.
Blessað sé hans nafn.

Kór: Blessað sé hans nafn!
Blessað sé hans heilaga nafn!
Skuld mína' að borga hans blóð þar rann.
Blessað sé hans nafn!

2. Þar voru brot mín á burtu máð,
boðaði Jesús mér sína náð.
Þar hef ég lífið og ljósið þáð.
Lofað sé hans nafn.

3. Streymir frá krossinum lífsins lind,
lind, sem að hreinsar burt alla synd.
Ljómar þar frelsarans líknarmynd.
Lofað sé hans nafn.

4. Flýðu með synd þína´ að fótum hans,
fagnaðu hjálpræði lausnarans.
Baða þitt hjarta í blóði hans.
Blessað sé hans nafn!

E. A. Hoffman – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi