Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Ó, sæla stund

1. Ó, sæla stund, er sá ég Krist
og synd mín gervöll friðþægðist.
Mitt hjarta fylltist gleði, hamingju og náð.
Þá breyttist nótt í bjartan dag,
þá breyttist stríð í sigurlag,
því miskunn Guðs og frelsið mest ég hafði þráð.

Kór: Hallelúja, hallelúja!
Mín synd er gleymd við sigurinn á Golgata.
Hallelúja, hallelúja!
Mín synd er gleymd við sigurinn á Golgata.

2. Í heimsins glaðværð hryggð mig skar
og hjartað sína þjáning bar.
Í djúpi sálar minnar dóm Guðs æ ég fann.
En Jesús gaf mér gleði, frið,
ég gerbreyting hlaut frelsið við.
Hvað ávann ég með trúnni, ei ég lýsa kann.

3. Ó, ljúfi Jesús, lofgerð mín,
hún líður, stígur upp til þín.
Mitt hjarta þráir stöðugt heiðra, lofa þig.
Ég gef þér störf mín, gef þér allt,
ég gef þér líf mitt hundraðfalt
uns himin þinn í bjartan heim þú tekur mig.

Samuel Gullberg – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi