Sáðu helgu fræi
1. Sáðu helgu fræi djúpt í andans akur,
ávöxt muntu fá og dýrðleg sigurlaun.
Offra þér með gleði fyrir sálna frelsi,
friðsæl verður hvíldin eftir dagsins raun.
Kór: :,: :,: Uppskerunnar gnótt, :,:
glaðir saman söfnum uppskerunnar gnótt. :,:
2. Æði kuldastormur, ógni niðamyrkur,
aldrei máttu þreytast góðu fræi´ að sá.
Brátt er fræið þroskað, þreytudagur liðinn,
þá með gleði muntu uppskeruna sjá.
3. Hita´ og þunga dagsins hér þótt megir bera,
hljótir Jesú akur tárum í að sá.
Brátt er fræið þroskað, þreytudagur liðinn,
þá með gleði muntu uppskeruna sjá.
Knowles Shaw - Þýðandi óþekktur
ávöxt muntu fá og dýrðleg sigurlaun.
Offra þér með gleði fyrir sálna frelsi,
friðsæl verður hvíldin eftir dagsins raun.
Kór: :,: :,: Uppskerunnar gnótt, :,:
glaðir saman söfnum uppskerunnar gnótt. :,:
2. Æði kuldastormur, ógni niðamyrkur,
aldrei máttu þreytast góðu fræi´ að sá.
Brátt er fræið þroskað, þreytudagur liðinn,
þá með gleði muntu uppskeruna sjá.
3. Hita´ og þunga dagsins hér þótt megir bera,
hljótir Jesú akur tárum í að sá.
Brátt er fræið þroskað, þreytudagur liðinn,
þá með gleði muntu uppskeruna sjá.
Knowles Shaw - Þýðandi óþekktur