Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Sjá, múgur til Golgata gengur

1. Sjá, múgur til Golgata gengur,
og Guðs sonur meðal hans fer.
Menn segja hans lífi sé lokið
og lýðurinn hlæjandi er.
Hann saklaus til lífláts er seldur,
úr sárum hans drýpur á stig.
Ó, Guð minn! Hann gaf sig í dauðann!
Hann gerði það allt fyrir mig!

Kór: :,: Hann gerði það allt fyrir mig :,:
Ó, Guð minn! Hann gaf sig í dauðann!
Hann gerði það allt fyrir mig!

2. Og dauðans í kvölum hann kallar
frá krossi um níundu stund.
 Hann píndist, var þjáður af þorsta
og þar að auk blæðandi und.
Í sólskini´ og hádagsins hita
hann hékk þar við almannastig.
Ó, Guð minn' Hann gaf sig í dauðann!
Hann gerði það allt fyrir mig!

3. ,,Mig þyrstir!” hann hrópaði hrjáður.
Ó, hugsa þú maður um það!
Hann þyrsti´ eftir endurlausn okkar
og um hana föður sinn bað.
Hann hugsaði´ um heiminn að frelsa,
en hugsaði ekki um sig.
Ó, Guð minn! Hann gaf sig í dauðann!
Hann gerði það allt fyrir mig!

Hjalmar Hansen – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi