Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Svo langt burt frá Guði

1. Svo langt burt frá Guði í útlegð og eymd
ég ævinnar kannaði sjó,
uns Jesús, minn konungur, kallaði mig,
þá kom ég til hans og fann ró.

Kór: Hjá Jesú á friðarins himnesku höfn
ég hæli og skjól mér vel.
Þótt stormur um djúp fari´ í hamfara hjúp,
á höfninni glaður ég dvel.

2. Nú syng ég um friðarins himnesku höfn
og hann, sem að veitti mér fró,
um hann, sem vill gefa sitt hjálpræði þeim,
er hrekjast um ævinnar sjó.

3. Þinn blessaði frelsari bjarga vill þér
úr brimþungum glötunar sjó.
Ó, kom inn í friðarins himnesku höfn,
svo hljótir þú eilífa ró.

N. L. Ridderhof - Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi