Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Synir ljóssins sjá það dagar

1. Synir ljóssins, sjá, það dagar,
sjá, nú byrjar tími nýr.
Öllu vel Guðs viska hagar,
vondur myrkraherinn flýr.
Slítum aldrei bræðrabandið,
biðjum, þá er sigur vís.
Sjá, oss opið liggur landið.
Lof sé Guði, þökk og prís!

2. Látum yfir heiminn hljóma
helg og kröftug sigurljóð.
Vinnum öll vor verk með sóma,
verkalaun oss bíða góð.
Öllum þjóðum flyt þú frelsi,
fram, Guðs endurleysta hjörð!
Slít af sálum synda helsi,
sá Guðs friðarblómi´ á jörð.

3. Krossinn vér ef viljum bera,
von og kraft mun Drottinn ljá,
mun hann sjálfur með oss vera,
munum vér þá sigur fá.
Leggjum allt í herrans hendur,
helgum Jesú líf og sál,
girnumst ekki grænar lendur,
gull, né fánýtt heimsins prjál.

4. Hjörtun mæðir harmur þungur,
heimur er í sárri nauð.
Sálum þeim er þola hungur,
þú skalt færa lífsins brauð.
Fram, að bjarga, fórna, stríða,
fyrr en nóttin dettur á,
fram, að vinna, vaka, líða,
vel mun Guð þér launa þá.

Josef Grytzell - Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi