Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Þá klökkur lít ég

1. Þá klökkur lít ég krossins tré,
hvar kóngur dýrðar saklaus dó.
Mitt hrós, já, allt ég einskis met,
sem áður hug minn til sín dró.

2. Mitt eigið dramb skal drukkna nú
í dreyralindum frelsarans,
og öllu því, sem unni´ ég mest,
ég offra nú við fótskör hans.

3. Frá þyrnikrýndu höfði hans
skín heilög sorg og guðleg ást.
Hvar elska slík og stærri sorg,
hvar slík af þyrnum króna sást?

4. Þótt allur heimur yrði minn,
að offra slíku´ er minna´ en ber.
Svo guðdómlegri undra ást
ég offra hiklaust sjálfum mér.

Isaac Watts – Sigurbjörn Sveinsson

Hljóðdæmi