Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Það stendur opið himins hlið

1. Það stendur opið himins hlið,
míns herra kærleiksljómi
skín þaðan á mitt þrauta svið,
ég þarf ei kvíða dómi.

Kór: Það náð og miskunn eilíf er
að opnað hliðið var fyrir mér,
:,: fyrir mér, :,: var opnað fyrir mér.

2. Um þetta bjarta himins hlið
er hverjum frjálst að ganga,
sem þráir Drottins frelsi og frið
og forðast veginn ranga.

3. Já, fram, þótt heimur ógni oss,
til uppheims veginn beina,
og tökum á oss Kristí kross,
það kærleiks merkið hreina.

Lydia Baxter – Þýðandi óþekktur

Hljóðdæmi