Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Þinn frelsari blíðlega

1. Þinn frelsari blíðlega býður þér nú:
Kom barnið mitt þegar til mín.
Kom örþyrsta sál, gef mér traust þitt og trú,
ég tek að mér vandkvæðin þín.

Kór: Kom þú í hersveit þíns frelsara fljótt,
fyrr en á skellur hin heldimma nótt.
Hika ei, vinur, því aðeins nú er,
eitt spor milli þín og Jesú.

2. Þú óttast að koma með óhreina sál,
þú efast og traust þitt er valt.
En frelsarinn býðst til að flytja þitt mál
ef felur þú honum þitt allt.

3. Og sértu með veikum og haltrandi hug,
býðst hann vera styrkurinn þinn.
Hann segir, mín náð gefur djörfung og dug,
nú dvel ei, en sigurinn vinn.

4. Minn Jesús, ég kem til þín eins og ég er,
og alla þú veist mína sorg.
Þú sál mína hreinsar og heim til þín ber,
í himinsins dýrðlegu borg.

Höfundur óþekktur - Kristín Sæmunds.

Hljóðdæmi