Þótt ég hlyti allt
1. Þótt ég hlyti allt, en ekki Jesúm,
ekkert gildi hefði það í sér.
Enga hvíld né yndi sálin hlýtur
því, sem að hverfur, dvínar fer.
Þótt ég hlyti allt, en ekki Jesúm,
ætti græna skóga, verðmæt hnoss,
met ég það líkt metaskálaryki
móts við eina stund við Jesú kross.
2. Þótt ég hlyti auð og æðstu metorð,
ævi langa bæri heiðrað nafn,
en ég ætti enga von né huggun,
allt hitt væri þá sem fánýtt safn.
Þótt ég hlyti allt, en ekki Jesúm,
ekki kærleik hans, sem leið og dó,
hvar ég myndi þá í víðri veröld
vonarlausu hjarta finna ró?
3. Ó, sú náð að hljóta hjálpráð Drottins,
hjartalækning sú er fundin ein.
Enginn skilur okkur líkt og Jesús,
ást hans læknar dýpstu syndamein.
Ef ég Jesúm á í lífi, dauða,
á ég nóg og sakna þarf ei neins
hann mér friðinn hefir gefið sanna,
hann og gefur nægtir til hvers eins.
Anna Ölander – Ásmundur Eiríksson
ekkert gildi hefði það í sér.
Enga hvíld né yndi sálin hlýtur
því, sem að hverfur, dvínar fer.
Þótt ég hlyti allt, en ekki Jesúm,
ætti græna skóga, verðmæt hnoss,
met ég það líkt metaskálaryki
móts við eina stund við Jesú kross.
2. Þótt ég hlyti auð og æðstu metorð,
ævi langa bæri heiðrað nafn,
en ég ætti enga von né huggun,
allt hitt væri þá sem fánýtt safn.
Þótt ég hlyti allt, en ekki Jesúm,
ekki kærleik hans, sem leið og dó,
hvar ég myndi þá í víðri veröld
vonarlausu hjarta finna ró?
3. Ó, sú náð að hljóta hjálpráð Drottins,
hjartalækning sú er fundin ein.
Enginn skilur okkur líkt og Jesús,
ást hans læknar dýpstu syndamein.
Ef ég Jesúm á í lífi, dauða,
á ég nóg og sakna þarf ei neins
hann mér friðinn hefir gefið sanna,
hann og gefur nægtir til hvers eins.
Anna Ölander – Ásmundur Eiríksson