Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Þú með gleði last og háð

1. Þú með gleði last og háð skalt líða,
lofa Guð þá stríðið harðast er.
:,: Ef þú hefðir ekkert við að stríða,
enginn sigur hlotnast mundi þér. :,:

2. Heimsins gleði´ og glaum þótt ei þú njótir,
Guðdómsfrið átt þú, sem aldrei dvín.
:,: Lán og virðing hér þótt ei þú hljótir,
himnesk dýrðarkróna bíður þín. :,:

3. Litla hjörð, sem herrans merki undir
heimi, synd og djöfli stríðir mót.
:,: Jesús þekkir þínar reynslustundir,
þína byrði legg við krossins fót. :,:

4. Allar stundir ljós þitt öðrum lýsi,
launin bíða þín svo guðdómleg.
:,: Hræðstu ei þótt hættur ótal rísi,
hugrökk gakk þú lífsins mjóa veg! :,:

Höfundur óþekktur - Sigurbjörn Sveinsson.

Hljóðdæmi