Til himins ber þráin
1. Til himins ber þráin svo þrávegis mig
því þar ljóssins heimkynni er.
Hér aðeins um stund geng ég útlagans stig,
ég innan skamms heim þangað fer.
Kór: Til eilífðarlandsins mín öll stefnir þrá
hvar aldregi þekkist neitt sár,
um eilífð ég verð þar Guðs ástvinum hjá,
hvar aldregi fellur neitt tár.
2. Hér niðri í dalnum er neyðin oft þung
svo næstum hún truflar Guðs frið.
En heima er sælan Guðs eilíf og ung
þar uni ég gleðina við.
3. Á jörðu´ eru vonbrigði, svíðandi sár
og sorg oft í hjartanu leynd.
En heima ei þekkist neitt harmanna tár
þar hamingjan verður fullreynd.
Eva Ottosson - Ásmundur Eiríksson
því þar ljóssins heimkynni er.
Hér aðeins um stund geng ég útlagans stig,
ég innan skamms heim þangað fer.
Kór: Til eilífðarlandsins mín öll stefnir þrá
hvar aldregi þekkist neitt sár,
um eilífð ég verð þar Guðs ástvinum hjá,
hvar aldregi fellur neitt tár.
2. Hér niðri í dalnum er neyðin oft þung
svo næstum hún truflar Guðs frið.
En heima er sælan Guðs eilíf og ung
þar uni ég gleðina við.
3. Á jörðu´ eru vonbrigði, svíðandi sár
og sorg oft í hjartanu leynd.
En heima ei þekkist neitt harmanna tár
þar hamingjan verður fullreynd.
Eva Ottosson - Ásmundur Eiríksson