Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Vér erum her

1. Vér erum her, Guðs helgur her,
sem höfum fundið Krist.
Guðs sannleikur oss æðstur er,
vér æ hann setjum fyrst.
Af innri glóð slær örar blóð,
andinn gerir markið ljóst.
Þótt brjóti á oss heimsins hnjóð
er hlé við Jesú brjóst.

2. Vér erum her - Guðs helgur her,
og hrein við Jesú blóð.
Vér erum Krists, í útlegð hér,
hans eignarlýður - þjóð.
Í fótspor hans, vors festarmanns,
fetum vér í gleði´ og sorg.
Vort ættarmót, er annars lands,
vort óðal Síonborg.

3. Vér erum her - Guðs helgur her
og herrann treystum á.
Guðs heilagt orð, það heiðrum vér,
það hjartans svalar þrá.
Og dáin synd, við lífsins lind
ljóshrein tjöld vér höfum reist
og beinum sjón á Síontind,
vor sál er bráðum leyst.

4. Vér eigum land, eitt ættarland
í arf það Guð oss sór.
Þar sælan hlýst við sigrað grand,
vér syngjum lofsöngskór.
Þar finnst ei rýrð, en friði skírð
frjáls þar unir hólpin sál.
Í tímans smæð þá tign og dýrð
ei téð fær jarðneskt mál.

Werner Skibsted – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi