Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Við lindina hreinu

1. Við lindina hreinu ég lifi hvern dag,
sem líður frá Golgata hæð.
Ég fylltur Guðs kærleik syng friðarins lag
og frelsarann lofar hver æð.

Kór: Við lindina hreinu ég lifi hvern dag,
hér ljóma mér himinsins tjöld.
Hér græ ég sem pálminn við guðlegan hag
og grænka um ævinnar kvöld.

2. Við lindina hreinu er lánið mitt fest,
hér lífið mér svellandi hlær.
Við kristalsstraum þennan ég hvílist æ best
og kvíðalaust hjarta mitt slær.

3. Við lindina hreinu mér ljómar Guðs svið.
Mitt líf er nú orðið sem nýtt.
Ó, þú, sem ert hryggur og þráir Guðs frið,
kom þangað, Guð laðar svo blítt.

4. Við lindina hreinu er lífið svo frjótt,
hér lukust mín þúsunda gjöld.
Hér grein hver á stofni fær guðlegan þrótt
og grænkar um ævinnar kvöld.

Emil Gustavson – Ásmundur Eiríksson

Hljóðdæmi