Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Vonir þá vilja bregðast

1. Vonir, þá vilja bregðast,
veikist og hugur minn,
heiðsólin hyljist skýjum,
hrynji mér tár á kinn,
dýrðlegur samt er Drottinn,
dásöm hans hjálp í neyð.
Ei hann mig yfirgefur,
áfram ég geng hans leið.

Kór: Hans náð mér er næg hvern dag, hvern dag,
hans náð mér er næg hvern dag.
Í láni og neyð, í lífi og deyð,
hans náð mér er næg hvern dag.

2. Stundum, er ægi-öldur
æðandi komu hér,
þá ég á hryggða hafi
hugsa: Nú vonlaust er.
Herrann þá heyri´ ég tala
hátt gegnum stormsins raust:
Hræðstu ei hrygga barn mitt,
hér er ég efalaust!

3. Mæti mér myrkravaldið
magni sinn vélaher.
Vík ég ei Guðs af vegi,
vörður minn Jesús er.
Sjálfan ég sé hann koma,
sigrandi rétta mér
hönd sína, hlýja, sterka,
hér mér þá borgið er.

J. Bruce Evans - Sigurður Pétursson.

Hljóðdæmi