Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Rebekka Ýr í trúboði

Á myndinni hér að neðan, neðst í miðjunni sjáið þið Rebekku Ýr Guðbjörnsdóttur sem er ein af fjölmörgum frábærum ungum einstaklingum kirkjunnar okkar. Myndin er af hópi ungs fólks sem fór í trúboðsferð um Evrópu og Rebekka leiddi.

Rebekka býr eins og er í París þar sem hún vinnur með einum af stærstu trúboðssamtökum í heimi sem kallast YWAM (Youth with a mission). Hún er leiðtogi í DTS sem er 6 mánaða skóli sem einblínir á að þekkja Guð og gera hann þekktan. Hlutverk Rebekku er að kenna, leiða og styrkja nemendur skólans í að líta til Guðs í hverju skrefi sem þau taka.

Í lok september er Rebekka að fara í 3 mánaða trúboðsferð með nemendur til landa í Asíu þar sem markmiðið er að gera Guð þekktan og að nemendur vaxi persónulega í sambandi við Hann. Rebekka mun leiða ferðina.
Starf YWAM er unnið af sjálboðaliðum sem sjálf fjármagna skólastarfið og trúboðsferðir.

Nú vantar Rebekku stuðning til að fjármagna ofangreinda trúboðsferð. Við hvetjum alla sem geta og vilja til að leggja henni lið.

Allar upphæðir, stórar og smáar hjálpa. Kt: 110999-2249 Rn: 0130-26-110999

Recent

Archive

Categories

Tags