24/7 bæn fyrir Norðurlöndunum
Kæru bænavinir,
Bænafólk á Norðurlöndunum hefur ákveðið að sameinast í bænaátaki sem stendur yfir í 12 mánuði,allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Svíar ruddu brautina og báðu í heilt ár í átakinu „Sverge bönen“ og ætla að halda áfram með okkur á hinum Norðurlöndunum.
Við hér á Íslandi viljum taka þátt í þessari bæn fyrir Norðurlöndunum og langar að hvetja þig til að
taka þátt í bæninni með okkur með því að biðja í a.m.k. einn klukkutíma í hverri viku. Við á Íslandi
munum biðja á miðvikudögum, frá miðnætti til miðnættis, og byrjum miðvikudaginn 14. október.
Til að tryggja að bænakeðjan verði óslitin, skráum við okkur á nordic365.org, og veljum þar eina
klukkustund sem hentar okkur hverju og einu.
Athugið að á skráningarforminu lítum við svo á að tímasetningar miðist við íslenska klukku, til
einföldunar fyrir okkur hér á Íslandi, þótt skráningarformið sé skilgreint miðað við klukkuna í
Stokkhólmi (sem er tveimur tímum á undan okkur á sumrin og einum tíma á undan okkur á veturna).
Það þýðir að ef einhver skráir sig t.d. kl. 13:00-14:00 þá biður hann á þeim tíma miðað við íslenska
klukku.
Hugmyndin er að skipta hverri klukkustund í þrennt þar sem beðið er fyrir:
- þeim stað þar sem fyrirbiðjandinn býr
- Íslandi
- Norðurlöndunum
Stöndum saman í bæn með hinum löndunum sem hafa krossinn í fánanum (kross Krists).
2 Kron. 7.14
... lýður minn [...] auðmýkir sig, og þeir biðja ...
Kær kveðja,
Erna Eyjólfsdóttir
Bænafólk á Norðurlöndunum hefur ákveðið að sameinast í bænaátaki sem stendur yfir í 12 mánuði,allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Svíar ruddu brautina og báðu í heilt ár í átakinu „Sverge bönen“ og ætla að halda áfram með okkur á hinum Norðurlöndunum.
Við hér á Íslandi viljum taka þátt í þessari bæn fyrir Norðurlöndunum og langar að hvetja þig til að
taka þátt í bæninni með okkur með því að biðja í a.m.k. einn klukkutíma í hverri viku. Við á Íslandi
munum biðja á miðvikudögum, frá miðnætti til miðnættis, og byrjum miðvikudaginn 14. október.
Til að tryggja að bænakeðjan verði óslitin, skráum við okkur á nordic365.org, og veljum þar eina
klukkustund sem hentar okkur hverju og einu.
Athugið að á skráningarforminu lítum við svo á að tímasetningar miðist við íslenska klukku, til
einföldunar fyrir okkur hér á Íslandi, þótt skráningarformið sé skilgreint miðað við klukkuna í
Stokkhólmi (sem er tveimur tímum á undan okkur á sumrin og einum tíma á undan okkur á veturna).
Það þýðir að ef einhver skráir sig t.d. kl. 13:00-14:00 þá biður hann á þeim tíma miðað við íslenska
klukku.
Hugmyndin er að skipta hverri klukkustund í þrennt þar sem beðið er fyrir:
- þeim stað þar sem fyrirbiðjandinn býr
- Íslandi
- Norðurlöndunum
Stöndum saman í bæn með hinum löndunum sem hafa krossinn í fánanum (kross Krists).
2 Kron. 7.14
... lýður minn [...] auðmýkir sig, og þeir biðja ...
Kær kveðja,
Erna Eyjólfsdóttir
Recent
Archive
2025
2024
2023
May
September
October
2022
2021
2020
2019
February
April
July
September