Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Unglingafræðsla '23-'24

Unglingafræðslan næsta vetur
Þetta bréf er sent til unglinga sem fæddir eru árið 2010 og eru á safnaðarskrá Fíladelfíu.

Á hverju ári bjóðum við unglingum á fermingaraldri að þiggja fræðslu í kirkjunni sem lýkur með því að við biðjum fyrir þeim og blessum þá á samkomu. Unglingablessun fer fram fyrsta sunnudag eftir páska og verður að þessu sinni sunnudaginn 7. apríl 2024 klukkan 11:00.

Unglingafræðslan hefst sunnudaginn 10. september klukkan 11:00. Unglingarnir mæta á samkomuna en munu fylgja leiðbeinendum í fræðsluna eftir tilkynningar. Upplýsingafundur fyrir forráðamenn og unglinga fer fram strax að lokinni samkomu í þeim sal þar sem fræðslan fer fram.

Stofnaður hefur verið facebook-hópur sem heitir einfaldlega Unglingafræðsla Fíladelfíu 23 - 24. Það er mjög gott ef foreldrar og þeir unglingar sem nota facebook ganga í þann hóp, þannig verður miðlun upplýsinga einfaldari.

Fyrstu skiptin sem við hittumst verða á sunnudögum. Stefnt er að því að hittast sunnudagana 10., 17. og 24. september. Unglingarnir mæta á samkomu og áður en predikun hefst fara þau, ásamt þeim sem sjá um kennsluna, í annan sal og fá sína kennslu. Í október og nóvember munum við hittast á þriðjudögum klukkan 18:00 en tökum frí í desember.

Fyrirhuguð er ferð í Kaldársel 5. til 6. október (gist eina nótt). Það er ekki 100% staðfest en verður komið á hreint þegar við hittumst í haust. Vegna þess að Kaldársel er á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir því að unglingunum verði skutlað á staðinn, ef áhugi er á því að sameinast í bíla er facebook-hópurinn góður vettvangur til að skipuleggja það. Einhver kostnaður mun vera vegna þátttöku í ferðinni en það verður kynnt nánar í haust og haldið í lágmarki.

Eftir áramót hittumst við áfram á þriðjudögum klukkan 18:00 og er fyrsta samvera 16. janúar. Stefnt er að því að hittast alla þriðjudaga fram til 19. mars.

Fræðslan er opin öllum unglingum á þessum aldri, ekki er spurt um kirkjuaðild.

Ekki þarf að skrá unglinga fyrirfram í unglingafræðsluna. Það er nóg að þau mæti á samkomuna 10. september. Fyrirspurnum má beina til skrifstofu, filadelfia@filadelfia.is.

Með kærri kveðju og ósk um gleðilegt sumar,

Helgi Guðnason, forstöðumaður
Bjørn-Inge Aurdal, unglingaleiðtogi

Recent

Archive

Categories

Tags