Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Bænavika Fíladelfíu 12. til 19. janúar

Dagana 12.  til 19. janúar verður bænavika í Fíladelfíu. Við erum vön að byrja árið með því að gefa okkur að bæninni, leita Guðs vilja með líf okkar, biðja fyrir kirkjunni, landi og þjóð.
Að þessu sinni hvetjum við samfélagshópa kirkjunnar til þess að taka þátt í bænavikunni með því að skrá sig á bænastund í bænaherberginu. Allir safnaðarmeðlimir eru einnig hvattir til að skrá sig í bænaherbergið a.m.k. í eina klst. og biðja, annað hvort einir eða með öðrum.
Skráning í bænaherbergi er í gegnum heimasíðu Fíladelfíu (starfsemi - bænastarf - bænaherbergi).
 
Bænaherbergi skráning
 
Dagskrá bænaviku

Mánud. 13. janúar kl 17:00 - Bænastund í aðalsal kirkjunnar, stundin er opin öllum.
Sunnud. 19. janúar kl. 19.30 - Bæna- og lofgjörðarkvöld í hliðarsal kirkjunnar

Bænastundir í bænaherbergi í kjallara


Recent

Archive

Categories

Tags