Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Kirkjan opnar dyrnar enn á ný

Sunnudagssamkomur frá og með 02. maí
 
Núgildandi samkomutakmarkanir eru þannig að 100 manns mega koma saman við trúarathafnir svo lengi sem skráð er nafn, kennitala og símanúmer allra viðstaddra ef upp skyldi koma smit. Við komu í kirkju verður þess vegna óskað eftir þessum upplýsingum og þær skráðar niður. Einnig er sætisnúmer allra skráð niður. Grímuskylda er allan tímann og fjarlægðarmörk milli ótengdra aðila eru einn metri.  

Til þess að allt gangi vel fyrir sig biðjum við alla um að lesa vel eftirfarandi reglur sem munu gilda vegna opnunarinnar.

Við hvetjum þá sem eru í áhættuhópi til að meta vandlega hvort tímabært sé að mæta og eins biðjum við alla þá sem finna fyrir flensueinkennum að halda sig heima við.
 
Önnur hver röð verður opin og fólk sem er ekki í nánum tengslum þarf að hafa hæfilegt bil sín á milli miðað við reglurnar. Þegar komið er í aðalsalinn biðjum við fólk um að ganga til hægri. Þar taka samkomuþjónar á móti fólki og vísa því til sætis og skrá niður sætisnúmer. Fólki verður vísað eins langt inn í viðkomandi sætisröð eins og hægt er. Þetta er gert til þess að sætin nýtist sem best, sem flestir komist að og til þess að fólk þurfi ekki að klöngrast framhjá þeim sem eru þegar sestir.
 
Ef mögulegt er þá biðjum við fólk sem er í nánum tengslum að mæta saman til kirkju og sitja saman. Þannig er mögulegt að við komum sem flestum fyrir. 
 
Eins og áður segir getum við nú tekið á móti 100 gestum, börn fædd 2015 eða síðar teljast ekki með í þeim fjölda. Ef fjöldin fer yfir 100 manns getur sú leiða staða komið upp að einhverjir þurfi frá að víkja.

Sviðið og næsta umhverfi er sér sóttvarnarhólf og því ekki leyfilegt að fara þangað úr salnum.
 
Við viljum gera allt til þess að sem flestir geti notið þess að koma á samkomu um leið og við ítrekum mikilvægi þess að virða sóttvarnarreglur.
 
Að sjálfsögðu verða áfram beinar útsendingar á netinu fyrir þá sem kjósa eða þurfa að vera heima auk þess sem samkomunni er útvarpað á Lindinni.

Recent

Archive

Categories

Tags