Hvítasunnukirkjan Fíladelfía

Samfélagshópar

Samfélagshópar haustsins byrja núna í vikunni.
Þetta eru hópar sem hittast vikulega, annað hvort í heimahúsi eða hér í kirkjunni. Mismunandi er hvaða vikudag hóparnir hittast. Það má segja að um sé að ræða námskeið sem fer fram í samfélagshópum kirkjunnar.

Önnin er 10 vikur og svo verður önnur 10 vikna önn eftir áramótin.
Kennsluefni hverrar annar er sjálfstætt svo sá sem ekki var með að hausti getur án nokkurs vanda farið í hóp á vorönn.

Efni þessarar annar er Bæn og von okkar er sú að kennslurnar efli bænalíf okkar og dýpki samfélag okkar við Guð. Það verður ný kennsla um bæn í hverri viku og lögð áhersla á að við eigum svo daglegt bænalíf heima og æfum okkur í því sem kennt er þá viku.

Það er enn hægt að skrá sig í samfélagshóp með því að senda tölvupóst á filadelfia@filadelfia.is eða  hringja á skrifstofuna í s. 535 4700.

Við hvetjum alla til að taka þátt í samfélagshópastarfi kirkjunnar og kynnast Guði betur og einnig rækta þar samfélagið við trúsystkini.

Við hlökkum til vetrarins saman og erum sannfærð um að Guð muni mæta okkur á yndislegan hátt, bæði sem einstaklingum og kirkjunni í heild.


Recent

Archive

Categories

Tags